EÐLI 3NE05 - Nútímaeðlisfræði
Viðfangsefni: Kraftvægi, hringhreyfing, rafmagn, segulfræði, afstæði, agnir og skammtar
Lýsing: Bylgjur og sveiflur, kraftvægi, snúningur og hverfitregða, rafmagns- og segulfræði, afstæðiskenning, kjarnahvörf og skammtafræði.
Forkröfur: EÐLI2HK05 og STÆR3MD05 (má vera samhliða)
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Lýsing: Bylgjur og sveiflur, kraftvægi, snúningur og hverfitregða, rafmagns- og segulfræði, afstæðiskenning, kjarnahvörf og skammtafræði.
Forkröfur: EÐLI2HK05 og STÆR3MD05 (má vera samhliða)
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- bylgjuhegðun, samliðun og Dopplerhrifum, sveiflujöfnu, pendúlhreyfingu og sveiflu massa í gormi
- hreyfilýsingu snúnings, hornhraða, vægi, hornhröðun, snúningsorku og hverfiþunga
- sambandi rafspennu, straums og viðnáms,segulkrafti á rafeindir á ferðalagi, segulsviði um vír og spólu
- tímateygingu, samdrætti og massaaukningu nálægt ljóshraða, samlagningu hraða
- samsetningu kjarnans, kjarnahvörfum og geislavirkni, tvíeðli ljóss og efnis
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- skilja línurit sem tengja eðlisfræðifyrirbæri í mismunandi víddum og kunna að túlka yfir í línuleg tengsl
- nota hornhraða til að reikna fyrirbæri á snúningshreyfingu
- reikna spennu, straum, viðnám, afl og orku í rakstraumsrásum
- nota jöfnur afstæðiskenningarinnar til að reikna sýndarbreytingu í viðmiðunarkerfum á jöfnum hraða
- stilla kjarnajöfnur og reikna aldur geislavirkra sýna
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- útskýra lausnir eðlisfræðidæma fyrir bekkjarfélögum
- framkvæma tilraunir eftir fyrirmælum og skrifa skýrslur í hópsamvinnu
- sýna sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á námsframvindu sinni
- meta hvort niðurstöður útreikninga og mælinga eru raunhæfar